Gamla húsið
EAN13
9788727175638
Éditeur
SAGA Egmont
Date de publication
Collection
Ritsafn Guðrúnar Lárusdóttur
Langue
islandais
Fiches UNIMARC
S'identifier

Gamla húsið

SAGA Egmont

Ritsafn Guðrúnar Lárusdóttur

Livre numérique

  • Aide EAN13 : 9788727175638
    • Fichier MP3, libre d'utilisation
    6.99

  • Aide EAN13 : 9788728569207
    • Fichier EPUB, avec Marquage en filigrane
    5.99
Norðarlega í Syðstuvík, í hlíðardrögum, standa tvö hús. Annað er fallegt,
hvítt og nýlegt en í húsinu býr sýslumaður og Rúna dóttir hans ásamt strangri
frænku sem sér um uppeldi Rúnu. Næsta hús við er gamalt og hrörlegt kot, sem
þó er umvafið ást og í kotinu búa öldruð og fátæk hjón. Þau eiga eina dóttur
sem flutti erlendis og nú hafa engin bréf borist frá henni um nokkuð skeið.
Sýslumaðurinn er góður og sanngjarn, þá sérstaklega í garð nágranna sinna.
Rúna er afskaplega forvitin um líf annarra í sveitinni, þá sérstaklega þeirra
sem búa við fátækt, hún vill allt gera handa öllum og fá pabba sinn með í lið.
Þegar hin dularfulla Dína Jockums kemur með skipi til Syðstuvíkur verða
feðginin mjög forvitin um hana.

En ekki eru allir í sveitinni þar sem þeir eru séðir. Leyndarmál og löngu
gleymd tengsl krauma undir yfirborðinu þegar þessi leyndardómsfulli gestur
tekur þátt í samfélagi Syðstuvíkur. En einn þorpsbúi með glöggt auga sveipir
hulunni af ráðgátunni.

Guðrún Lárusdóttir fæddist árið 1880 í Fljótsdal og lést í bílslysi árið 1938.
Hún var einn afkastamesti kvenrithöfundur landsins um skeið og þótti andlát
hennar mikill missir fyrir íslenska menningu. Fólk beið eftirvæntingarfullt
eftir verkum hennar sem voru mikið lesin.

Guðrún var önnur konan til að sitja á Alþingi, á ferli sínum lagði hún mikla
áherslu á velferðarmál með því að beita sér fyrir styrkjum til kvennasamtaka.
Einnig starfaði Guðrún sem fátækrafulltrúi Reykjavíkur um skeið. Frammistaða
hennar í stjórnmálum var einstök, þegar hún sat á lista gaf hún út sína eigin
stefnuskrá til að leggja áherslu á þau gildi og þær hugsjónir sem hún hafði
umfram stefnu flokksins. Hún átti viðburðaríka ævi og lagði sig fram við að
gefa til samfélagsins. Hún starfaði sem rithöfundur og skrifaði sextán verk
yfir ævina, einnig þýddi hún verk úr dönsku, þýsku og ensku. Verk hennar bera
þess merki að vera eftir konu með samfélagslegt innsæi.
S'identifier pour envoyer des commentaires.